mánudagur, júlí 31, 2006

BRILL OG SÖKNUÐUR.

Góða kvöldið. það er mánudagskvöld. og hér sit ég..
ég frétti að mín væri sárt saknað, þannig að ég ákvað að skella smá hérna inn.
Var semsagt á Hvammstanga um helgina, þar sem mágkona mín varð örlítið kennd.
þannig að hún ákvað að blogga létt þegar heim var komið, og var það ansi hressandi lesning.
hef ég þar af leiðandi ákveðið að birta þá blog færslu hennar í heild sinni, og láta þetta síðan gott heita í bili.

en endilega
COMMENTIÐ COMMENTIÐ COMMENTIÐ.

hér er blogg mágkonu minnar.

drykkja
kæru landsmenn éeeeg er ufll. +eg er að reyan að d kriiiifa rétt, en það gengur ekki vel, og mér er alveg sama. en semasagt +eg vear á balli og þeg ér að drepsat h´ðer viið tölvuna, en viit þet fokk. ´rg æyltaði iað setja inn amhndngyr en nenni því ekki. og áðan var ég að borða kókópuffs með Þþorunni heima hjá togga og nú er ég komin heimna o gre að borað aftur kókaó fpuufs og +eg er a' seofna. en kókó fpuufs er goyy.

mánudagur, janúar 30, 2006

ALLT AÐ VERÐA VITLAUST????

Jæja góðir hálskyrtlar. það ætlar bara allt um koll að keyra ef maður tekur sér létta pásu frá blogg vitleysunni? komenta um að maður sé svo lélgur að blogga og ekkert að gerast?? þá svara ég bara fyrir mig og segi við ykkur sem væla mest. Ef þið saknið svo mikið hvað ég hef að segja, afhverju komið þið þá ekki "Á Stöðina" mína og spjallið bara við mig og þiggið kaffisopa? ég er mun skemmtilegri og myndarlegri heldur en í föstu letri. :)

Svo kom einhver með þá ábendingu að fleyra væri ekki með ypsiloni!!!!! sá hinn sami hefur greinilega ekki verið mjög duglegur að lesa eldri blogg mín. ypsilon er töff. og ég ætla að nota þau eyns oft og ég mögulega gJet. ef einhver storkar mér svona bæti ég bara stafsetningar villum inní. þá verður það kannski á endanum svo slæmt að enginn getur lesið bloggið mitt. viljið þið það? ha? er það? virkilega? ha. viltu það? ha?

Annars er það að frétta af mér að það er bara mikið að gera í litla fyrirtækinu mínu. og alltaf að aukast. ég er reyndar að fara útí þær merku breytingar að skipta um nafn á sjoppunni. og kíla á að senda dreifimiða og auglýsa í GrafarBlaðinu. bara svona til að tæta aðeins í mannskapnum og rífa þetta betur upp. hvað nafnið verður,,, kemur seinna í ljós. og þá verður kátt í höllinni.

annars. Gleðilegt ár öll sömul. það er í raun og veru gott að vita að manns er saknað af ritvellinum. og mér þikir voða vænt um að fá comment. líður eins og ég sé að fá jólakort. gott að vita að einhverjum þikir vænt um mann.

Góður stundur.

laugardagur, september 10, 2005

FÁÐU ÞÉR ANNAN BURGER ESSSKAN.

klukkan er orðin tólf, fréttir. fréttirnar les Gerður B. Bjarklin.
í fréttum er þetta helst.
einkahlutafélagið Weekendson hefur gert yfirtökutilboð í eign E. Guðmundsson í Grafarvogi. Nánar tiltekið grillsjoppuna "Á Stöðinni" er stendur við Gylfaflöt.
samkvæmt heimildum fréttastofu hefur tilboðinu verið tekið, og nýr eigandi mun væntanlega taka við rekstrinum, næstkomandi mánudag. Kaupverðið fæst ekki uppgefið.
Ekki náðist í E. Guðmundson í sambandi við málið, en í samtali við Jón Þór Helgason, framkvæmdastjór Weekendson ehf, hafði hann þetta að segja..
"já við erum vissulega ánægðir með þessi tímamót, við sjáum mikla möguleika í þessari fjárfestingu, þetta er vel stöndugt fyrirtæki og við ætlum okkur í framtíðinni að efla það." spyrjandi. "munu miklar breitingar á rekstri eiga sér stað?" Weekendson " nei við munum ekki breita miklu til að byrja með. ætlum að nota tímann og átta okkur á aðstæðum, og sjá svo til bara hvaða möguleikar eru í boði í nánustu framtíð." spyrjandi "hvað með starfsfólkið, mun það halda vinnu sinni?" Weekendson. "já. allt starfsfólk mun halda vinnuni, verður frekar bætt við frekar en hitt." spyrjandi "þakka þér fyrir spjallið" Weekendson "sömuleiðis".
Héðinn Halldórsson ræddi við Jón Þór Helgason, framkvæmdastjóra og aðal eiganda Weekendson ehf.

Fleyra er ekki í fréttum, fréttir verða næst sagðar klukkan fjórtán.

sunnudagur, september 04, 2005

WEEKENDSON ehf

Já kæru vinir. á föstudaginn varð einkahlutafélagið Weekendson ehf til. og eigandi þess fyrirtækis er enginn annar en undirritaður.
hvað þetta nýstofnaða fyrirtæki er að fara að gera, kemur í ljós hér mjög fljótlega.
þannig að fylgist spennt með.

heil þið lifið....

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

KÆRU HESTAR, OG AÐRIR NÆRSVEITUNGAR.

sorry skrifleysi mitt. er búið að vera allt á öðrum endanum hérna í flugvéla bransanum.

en mjög fljótlega koma stórfréttir af mér.
fylgist því spennt með.

Comment kepni.
Hver getur uppá fréttunum. vegleg verðaun fyrir þann sem getur næst því.
Mamma. þú mátt ekki keppa hahahaha.

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Íslenskt Blogg.

Góðir hálsar, þá snarstyttist í afmælið. og gott væri að fá komment. um hvernig ég á að halda uppá afmælið næsta föstudag. verður að vera ódýrt, en samt þannig að gaman væri að. væri ekki amalegt að hitta ykkur einhversstaðar. komið með hugmyndir.

Heilar lifa.

sunnudagur, júní 26, 2005

LEIÐINLEGT BLOGG

Jæja. stóri dagurinn bara. í kvöld fer ég heim.
og ég er búinn að redda pick up á keflavík.

Gaman væri að vita hver þessi sem kommentaði síðast og kallar sig NN er og að bauð í bað

Verðlaunin fyrir að verða númeri 1100 voru ekki af verri endanum. 19 daga vinnuferð til Manschester þann 10 júlí næstkomandi. ekki amaleg verðlaun þar. sérstaklega af því að ég vann þau sjálfur.

ég ákvað að hafa þetta blogg stutt núna, og mjög leiðinlegt. ætla núna að blogga einusinni leiðinlega, eða eins og ég þoli ekki að lesa hjá öðrum.

ég vaknaði í morgunn klukkan 6. var frekar erfitt að fara á fætur, þar sem að ég var að vinna til 12 í gærkvöldi. en það hafðist og ég fór í sturtu og rakaði mig og fínerí. klæddi mig svo og fór í vinnuna. frekar mikið búið að vera að gera í morgunn. verð að viðurkenna að ég er pínu sybbinn og svangur. ekkert búinn að borða í dag, og það er komið framyfir hádegi. ætli ég borði ekki bara þegar ég er kominn uppá flugvöll. kannski maður fái sér samloku þar eða eithvað fljótlegt. ætli ég fái mér ekki bjór uppá velli líka bara. svo fær maður nátturlega samloku í flugvélinn á leiðinni til Hethrow eða hvernig sem það er stafað. fer með British Midland vel. aldrei flogið með þeim áður, þannig að það verður gaman að sjá hvernig það verður. flýg héðann klukkan 16:45 og lendi klukkutíma seinna í london. svo er bara spurningin hvort að maður fái pláss með kvöldvélinni til íslands. nátturlega slæmur tími, sunnudagskvöld og svona. þá gisti ég bara á hótelherbergi. en þetta kemur allt í ljós. þið verðið bara að fylgjast spennt með.

lifið heil